Fréttir

Vallarstjóri á Olísvellinum við Torfnes

Knattspyrna | 05.03.2021
Verður þetta skrifstofan þín í sumar?
Verður þetta skrifstofan þín í sumar?

Knattspyrnudeild Vestra auglýsir starf vallarstjóra laust til umsóknar.

Undir starfsskyldur vallarstjóra fellur allt starf sem fram fer á vallarsvæðinu við Torfnes, umhirða grasvallar (sláttur, sáning, götun, áburður o.fl.) og gervigrasvallar (burstun og almennt viðhald).

Þess utan skal vallarstjóri sjá um að ástand stúku, vallarhúss og aðliggjandi svæða við keppnisvellina sé til fyrirmyndar.

Gert er ráð fyrir að starfið hefjist að einhverju leyti í apríl en þá sem undirbúningur grasvallar fyrir komandi átök. Þegar starf er komið á fullt skal vallarstjóri vera til taks á leikdegi, bæði til að undirbúa völl fyrir leiki og að ganga frá eftir þá, þ.m.t. að “stíga” völlinn og minnka það tjón sem á honum gæti orðið.

Vinnutími á virkum dögum gæti verið sveigjanlegur vegna þessa. Vinnulok eru í lok september eða þegar tímabili lýkur. Því er um starf til sex mánaða að ræða.

Upplýsingar veitir Svavar Þór Guðmundsson í síma 693 1144

Deila