Fréttir

Veðurfréttir

Knattspyrna | 06.05.2013

Torfnesvöllur er ennþá undir snjó og útlitið næstu daga ekki gott. Fyrirhugað var að vígja nýju stúkuna þann 18.maí næstkomandi en vegna veðurs hefur verkið tafist og útlit fyrir að fresta þurfi vígslunni. 

"Þetta er alveg agalegt, þetta lítur satt best að segja ekki vel út fyrir okkur"  

sagði Samúel formaður nú í morgun. 

Fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni er laugardaginn 18.maí og byrjað er að ræða um breytingu á þeim leik. Heimaleikurinn er gegn Þrótti R. og stendur til að gera leikinn að heimaleik Þróttara. Það verður tekin ákvörðun um það þegar nær dregur.

"Liðið fer til Húsavíkur á miðvikudaginn og spilar fyrsta leikinn í deildinni á fimmtudaginn við Völsung. Síðan kemur leikur í bikarkeppninni á mánudaginn hérna heima gegn Augnablik. Við munum spila þann leik á gervigrasinu en fyrsti heimaleikur í deildinni er ekki kominn á hreint ennþá." 

Útlit er fyrir að fyrstu umferðirnar á Íslandsmótinu hliðrist eitthvað til um land allt. Spáin segir til um að það eigi að hlýna um helgina, þá verður komin sunnan- og suðvestanátt, en síðan eru vísbendingar um að það verði komin norðanátt strax aftur á mánudaginn.

Deila