Fréttir

Verndarar barna

Knattspyrna | 06.10.2023

Í vikunni fékk knattspyrnudeild Vestra til sín afar áhugavert forvarnarnámskeið sem nefnist Verndarar barna. Forvarnarverkefnið er samstarfsverkefni Barnaheill og KSÍ. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eiga börn, vinna með börnum eða fyrir þau. Um 13 aðilar sóttu námskeiðið og námskeiðið var virkilega fræðandi og áhugavert. 

Ákveðið var að fá þetta námskeið aftur hingað á svæðið á næstu mánuðum, enda mikilvægt forvarnarnámskeið fyrir alla sem á einhvern hátt koma að börnum. 

Við þökkum Knattspyrnusambandi Íslands og Barnaheill kærlega fyrir komuna og að bjóða upp á þetta mikilvæga námskeið og í leiðinni hvetjum önnur félög til að nýta sér þessa mikilvægu fræðslu. 

 

Deila