Fréttir

Verndari barna

Knattspyrna | 03.10.2023

Á morgun, miðvikudaginn 4.október verður boðið upp á fræðsluverkefnið Verndari barna hér á Ísafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Barnaheill og KSÍ og er markmið þess að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við. 

Öll þau sem á einhvern hátt koma að knattspyrnustarfi barna eru hvött til að mæta á þessa fræðslu sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Öll velkomin, starfsfólk á skrifstofu félagsins, þjálfarar, húsverðir, sjálfboðaliðar, foreldrar og allir þeim sem finnast þeir eiga erindi. 

Námskeiðið verður haldið í sal Menntaskólans á Ísafirði. 

Skráning til þátttöku skal send á heidarbirnir@vestri.is 

Deila