Fréttir

Vestradagurinn í dag!

Knattspyrna | 14.06.2017

Við ætlum að halda Vestradaginn í dag, miðvikudaginn 14. júní. Húllumhæið fer fram á gervigrasinu og byrjar kl. 17:00. Þangað eru allir velkomnir, núverandi iðkendur allra flokka frá 8. flokki upp í meistaraflokk beggja kynja, og svo nýir iðkendur sem vilja kynnast hinni fögru íþrótt.

Við ætlum að leika okkur í þrautum og leikjum, grilla og taka liðsmyndir af öllum flokkum. Pabbi og mamma og afi og amma eru líka velkomin.

Þar sem taka á liðsmyndir eru allir sem geta beðnir að mæta í Vestrabúningum.

Áfram Vestri!

Deila