Fréttir

Vestri og Breiðablik í samstarf

Knattspyrna | 29.03.2023

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í dag.

Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum.

Einnig munu þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta sótt fræðslu með þjálfurum Breiðabliks eftir því sem hentar og tekið þátt í faglegu starfi.
Samstarfið gengur að sjálfsögðu í báðar áttir og geta því iðkendur í Breiðabliki sótt æfingar hjá Vestra þegar þeir dvelja þar á félagssvæðinu.

Með þessu samstarfi vilja félögin stuðla saman að frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu og að sem flestir iðkendur geti sótt æfingar og fengið þjálfun við hæfi.

Við fögnum þessu samstarfi innilega og munum kynna það vel fyrir iðkendum okkar, foreldrum og þjálfurum. 

Á myndinni má sjá Tinnu Hrund Hlynsdóttur Hafberg, stjórnarmann Vestra og Hákon Sverrisson, yfirþjálfara Breiðabliks skrifa undir samkomulagið.

Áfram Vestri og áfram Breiðablik !

Deila