Fréttir

Vestri og Hörður spila um Vestfjarðabikarinn

Knattspyrna | 28.09.2016
Torfnes
Torfnes

Bræður munu berjast á Torfnesvellinum á Ísafirði í dag þegar Vestri og Hörður spila til þrautar um Vestfjarðabikarinn í sjö manna bolta. Hjörtu nostalgískra Ísfirðinga taka án vafa kipp þegar þessi tvö lið leiða saman hesta sína á knattspyrnuvellinum, en Vestri (hinn gamli) og Hörður, háðu marga hildina á árum áður.

Leikurinn hefst kl. 18 á gervigrasinu og er frítt á völlinn.

Frétt af BB.is

 

Deila