Fréttir

Viktor Júlíusson er efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2014

Knattspyrna | 14.01.2015

Viktor Júlíusson leikmaður 2.flokks og meistaraflokks karla BÍ/Bolungarvíkur hefur verið valin efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2014.  Hann er jafnframt tilnefndur til vals á efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2014. 

Viktor Júlíusson hefur æft knattspyrnu í 11 ár og ávallt leikið með BÍ/Bolungarvík. Viktor spilaði 8 leiki með meistaraflokki BÍ/Bolungarvík í 1.deild og einn bikarleik. Viktor spilaði einnig 3 af 7 leikjum liðsins í Lengjubikarnum, auk þessa að spila fjölda æfingaleikja.

Viktor var fastamaður í leikmanna- og æfingahópi U-17 ára landsliðs Íslands árið 2014, og spilaði samtals 5 landsleiki á árinu 2014. Viktor spilaði 3 landsleiki og skoraði eitt mark á æfingamóti UEFA á N-Írlandi í apríl. Viktor spilaði 2 landsleiki í undankeppni Evrópumóts U-17 í Moldóvu í október sl.

Deila