Fréttir

Vincent í eins leikja bann

Knattspyrna | 07.06.2016

Knattspyrnudeild Vestra hefur ákveðið að setja Vincent Broderick Steigerwald í eins leiks bann eftir olnbogaskot sem hann gaf leikmanni Ægis í leik liðanna i 2. deildinni um helgina. Dómari leiksins sá ekki atvikið og Vincent kláraði leikinn.

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Vestra
Stjórn knattspyrnudeildar Vestra harmar atvik sem átti sérstað í leik liðsins gegn Ægi frá Þorlákshöfn síðasta laugardag. Undirritaður hefur haft samband við formann knattspyrnudeildar Ægis og leikmaninn sem kom fyrir í atvikinu og beðið þá formlega afsökunar fyrir hönd Vestra. Við hjá knattspyrnufélaginu Vestra viljum ekki sjá slík atvik á knattspyrnuvellinum hvort sem það séu leikmenn í okkar röðum eða í öðrum liðum. Við höfum því tekið ákvörðun um að taka á málinu innann félagsins og setja viðkomandi leikamann í 1. leiks bann.

F.h Knattspyrnudeildar Vestra
Samúel Samúelsson

Deila