Fréttir

William Eskelinen til Vestra

Knattspyrna | 04.03.2024

Vestri hefur samið við markvörðinn William Eskelinen. William er stór og reynslumikill markvörður og hefur hann meðal annars leikið í efstu deildum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Á síðasta tímabili var William aðalmarkvörður Örebro í Superettan í Svíþjóð. William er væntanlegur til landsins í vikunni og er spenntur að hefja undirbúning fyrir komandi tímabil. Við bjóðum William velkominn og hlökkum til að sjá hann í Vestra treyjunni.

 

ÁFRAM VESTRI!

Deila