Fréttir

Yfirlýsing frá stjórn BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.09.2010 Stjórn BÍ/Bolungarvíkur sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun.

Stjórn knattspyrnudeildar BÍ/Bolungarvíkur og Alfreð Elías Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að Alfreð láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill þakka Alfreð vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur
Deila