Fréttir

Zoran Stamenic í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.03.2011 BÍ/Bolungarvík hefur fengið varnarmanninn Zoran Stamenic til liðs við sig. Þessi 33 ára gamli Serbi þekkir vel til á Íslandi því hann spilaði með Grindavík 2008 og 2009. Stamenic var fastamaður í liðinu þar en í fyrra spilaði hann í Noregi. Samtals spilaði Stamenic 40 leiki með Grindvíkingum og skoraði í þeim þrjú mörk.

Stamenic er annar leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík fær á tveimur dögum en í gær kom skoski miðjumaðurinn Colin Marshall til félagsins. Deila