Fréttir - Knattspyrna

Æfingar hafnar að nýju!

Knattspyrna | 07.01.2010 Jæja gott fólk! Við óskum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar auðvitað í knattspyrnumálum sem öðrum málum.
Æfingar eru hafnar að nýju og breytast ekki frá fyrra ári en æfingatöfluna er hægt að sjá hér til vinstri á síðunni. Vonandi hafa allir haft það gott um hátíðarnar og koma endurnærðir og úthvíldir til æfinga og starfa á nýju ári. Nánar

Landsbankinn endurnýjar styrktarsamning sinn við félagið!

Knattspyrna | 15.12.2009 Inga Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði, skrifaði undir endurnýjaðan styrktarsamning við félagið í íþróttahúsinu við Torfnes á dögunum. Formaðurinn, Svavar Þór Guðmundsson, kvittaði fyrir félagið og var að vonum ánægður með stuðning Landsbankans, enda blæs þetta nýju lífi í starfið. Peningastaðan hefur ekki verið ákjósanleg undanfarið enda styrkjum fækkað nokkuð sem skiljanlegt er og svo ákvað stjórn félagsins að bíða með hækkun æfingagjalda þar til samfélagið sér fram á bjartari tíð og blóm í haga. Þar með hafa æfingagjöld ekki hækkað frá árinu 2005 og erum við ekkert nema stolt af því að geta haldið starfinu úti með öðrum úrræðum, foreldrum og iðkendum til góða, vonandi. Styrkur Landsbankans er því, eins og áður sagði, mikilvægur fyrir félagið og þakkar stjórn þess Ingu og hennar fólki í Landsbankanum kærlega fyrir góðvildina í garð félagsins. Nú skulum við halda okkar striki og hvika hvergi. Nánar

Hildur valin í æfingahóp U-16 ára landsliðsins

Knattspyrna | 07.12.2009 Hildur Hálfdánardóttir í 3. flokki BÍ/UMFB hefur verið valin í æfingahóp U-16 ára landsliðs Íslands. Hún mun halda suður á bóginn um næstu helgi og taka þátt í tveimur æfingum undir stjórn Þorláks Árnasonar þjálfara liðsins sem fram fara í Kórnum og Egilshöll.
Þetta er gott tækifæri fyrir Hildi að sýna hvað í henni býr (það sem við sáum í leikjum flokksins í sumar) og koma sér á kortið sem knattspyrnukona framtíðarinnar. Þetta er frábæri árangur enda margar stúlkur um hituna og sýnir að við getum staðið þeim stóru á sporði - og rúmlega það.
Við óskum Hildi innilega til hamingju. Nánar

Myndband komið inn á vefinn

Knattspyrna | 03.12.2009 Þá er Fjölnir Baldursson, pabbi Natalíu, búinn að senda myndband frá lokahófinu inn á youtube.com. Þið getið nálgast það hér: http://www.youtube.com/watch?v=G03xj2_hGa4


Njótið vel og kærar þakkir til Fjölnis fyrir áhugann og alla vinnuna í kringum þetta.
Nánar

Jólafríið að skella á!

Knattspyrna | 03.12.2009 Þá er komið að fríinu sem er nú tekið í desember ár hvert í stað september. Ástæðan er sú að mikið rót kemst á starfið í desember vegna hátíðanna og því er alveg eins gott að fólk þurfi þá ekki að skipuleggja fótboltann með öllu öðru sem um er að vera í jólamánuðinum.
Vonandi eru sem flestir fylgjandi þessum frítíma en það er vitað að íþróttamenn verða að fá sína hvíld hvort sem þá langar til eða ekki. Nú geta menn bara dúllað sér í smákökunum og öðru jólavafstri.
Æfingar hefjast aftur þegar skóli hefst. Nánar

Leikjaplan fyrir innanúsmótið 14.-15.nóv er komið á síðuna

Knattspyrna | 13.11.2009

Innanhúsmót BÍ88 fer fram um helgina og munu 40 lið frá 4 félögum etja þar kappi. Mótið fer fram bæði laugardag og sunnudag, og hefst keppni kl.9 báða dagana.

Athugið að leikmenn skulu mæta 30 mínútum áður en keppni hefst í hverjum flokki fyrir sig

Mætingar og keppnistími hvers flokks er eftirfarandi:

                                  Mæting                  Keppni hefst

8.flokkur                       09:40                        10:10                  laugardagur

7.flokkur                       08:30                        09:00                  sunnudagur
6.flokkur                       10:00                        10:30                  laugardagur
5.flokkur kvk              08:30/14:00               09:00/14:30           laugardagur/sunnudagur
5.flokkur kk               13:10/09:00               13:40/09:30           laugardagur/sunnudagur
4.flokkur kvk              16:30/13:10               17:00/13:40           laugardagur/sunnudagur
4.fl kk/3.flkvk             11:30/11:30               12:10/12:00           laugardagur/sunnudagur
3.flokkur kk               15:30/15:00               16:00/15:00           laugardagur/sunnudagur
                                  

Leikjaplan fyrir innanhúsmótið um helgina er komið á síðuna.
http://www.hsv.is/bi/skrar_og_skjol/skra/66/

Nánar

3. flokkur með fjáröflun

Knattspyrna | 09.11.2009 3. flokkur karla mun verða með fjáröflun meðan á innanhúsmótinu stendur um næstu helgi. Þá munu þeir selja súkkulaðidagatöl merkt ensku liðunum Liverpool, Manchester United, Arsenal og Chelsea. Þá verða seldar fótboltamyndir úr enska boltanum. Dagatölin munu kosta kr. 1000 en fótboltamyndirnar kr. 200 (mun ódýrara en annars staðar!). Þeir sem hafa áhuga eru því hvattir til að taka með sér pening með fótboltaskónum. Nánar

Niðurfelling æfinga

Knattspyrna | 10.10.2009 Æfingar hjá 3., 4. og 5. flokki drengja og 3. og 4. flokki stúlkna falla niður sunnudaginn 11. október vegna Bocciamóts Ívars. Nánar

Dagsetning á fyrra innanhúsmótinu komin á hreint

Knattspyrna | 09.10.2009 Dagana 14.-15. nóvember nk. munum við halda innanhúsmót í knattspyrnu. Það fer fram í íþróttahúsinu við Torfnes sem fyrr og er áætlað að keppni hefjist kl. 9:00 báða dagana. Gert er ráð fyrir því að eldri flokkarnir (3., 4., 5. og 6. flokkar stráka og stelpna) muni leika báða dagana en 8. og 7. flokkur muni leika á laugardeginum.
Þá er bara að taka þessa daga frá fyrir fótbolta og svo hittumst við hress. Nánar

Uppskeruhátíðin að baki

Knattspyrna | 03.10.2009 Þá er enn einu tímabilinu lokið og uppskeruhátíðin að baki. Við hittumst í Edinborgarhúsinu, röbbuðum saman, borðuðum kökur og bakkelsi og - tókum við verðlaunum. Ég held að við höfum aldrei verið svona mörg, Edinborgarhúsið var troðið af fólki.
Að venju voru veitt verðlaun fyrir mætingu og ástundun, framfarir á tímabilinu og prúðmennsku í leikjum, á æfingum og öðrum viðburðum á vegum félagsins. Þeir sem hlutu þessi verðlaun í ár voru:

8. flokkurkk og kvk:

Ástundun: Daði Rafn Ómarsson
Framfarir: Guðni Rafn Róbertsson
Prúðmennska: Helena Haraldsdóttir

 

7.fl kvk:
Ástundun: Hafdís Bára Höskuldsdóttir
Framfarir:Kolfinna Rúnarsdóttir
Prúðmennska: Ásthildur Jakobsdóttir

 

7. fl kk:
Ástundun: Þórður Gunnar Hafþórsson
Framfarir: Þráinn Arnaldsson
Prúðmennska: Ívar Helgason

 

6. flokkur kk:
Ástundun: Birkir Eydal
Framfarir: Hjörtur Ísak Helgason
Prúðmennska: Elías Ari Guðjónsson

 

6. flokkur kvenna
Ástundun: Auður Líf Benediktsdóttir
Framfarir: Katrín Ósk Einarsdóttir
Prúðmennska: Signý Rós Ólafsdóttir


5. flokkur kk:
Ástundun: Þorsteinn Ýmir Hermannsson og Fannar Ingi Fjölnisson
Framfarir: Patrekur Darri Hermannsson og Suwat Chaemram
Prúðmennska: Magnús Orri Magnússon og Einar Óli Guðmundsson

 

5. flokkur kvk:
Ástundun: Hekla Dögg Guðmundsdóttir
Framfarir: Emma Jóna Hermannsdóttir
Prúðmennska: Elín Lóa Sveinsdóttir

 

4. flokkur kk:
Ástundun: Dagur Elí Ragnarsson
Framfarir: Patrekur Þór Agnarsson
Prúðmennska: Þórir Karlsson

 

4. flokkur kvk:
Ástundun: Fanney Dóra Veigarsdóttir
Framfarir: Thelma Rut Jóhannsdóttir
Prúðmennska: Rannveig Hjaltadóttir

 

3. flokkur kk:
Ástundun: Ólafur Atli Einarsson
Framfarir: Matthías Króknes Jóhannsson
Prúðmennska: Aron Guðmundsson

 

Þess ber auðvitað að geta að allir krakkarnir stóðu sig svakalega vel í ár, þau vöktu athygli á mótum fyrir gjörvilegt atgervi og framúrskarandi hegðun auk allra hæfileikanna í fótbolta - þess fyrirbæris sem bindur okkur öll saman sem komum að félaginu. Hafi einhver orðið fyrir vonbrigðum með að hafa ekki fengið viðurkenningu, vil ég segja við þá að í raun var það allur hópurinn sem fékk viðurkenningu því fótbolti er hópíþrótt og stendur og fellur með leikmönnum sem taka þátt í leikjum og æfingum. Enginn einn leikmaður gerir hópinn góðan, en góður hópur gerir alla leikmenn góða. Munið það og vinnið vel í vetur í æfingunum og þá opnið þið möguleika ykkar á viðurkenningu næst - eða þar næst.

Æfingin skapar meistarann.

 

Til hamingju BÍ-krakkar, þið voruð og eruð til fyrirmyndar. Haldið því áfram og þá verða ykkur allir vegir færir.

Nánar