Margrét Magnúsdóttir yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, hefur valið Freyju Rún Atladóttur leikmann Vestra til þátttöku í Hæfileikamóti sem fram fer í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ dagana 26.-28. mars nk.
Við óskum Freyju Rún(fædd 2011) innilega til hamingju með valið, og er hún sannarlega vel að þessu komin.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Við kynnum með stolti samstarf okkar við Catapult á Íslandi.
Catapult GPS vesti eru komin í sölu og mælum við með þeim fyrir alla metnaðarfulla leikmenn í 4.flokk og eldri.
Við pöntunum tekur Heiðar Birnir á netfanginu heidarbirnir@vestri.is
Einnig veitir hann frekari upplýsingar.
ÁFRAM VESTRI
NánarTveir erlendir þjálfarar frá Middlesbrough FC verða aðalþjálfarar í knattspyrnubúðunum, en það eru þeir Martin Campbell og Mark Tinkler.
Martin Cambell er „Head Of Player Recruitment“ hjá knattspyrnuakademíu félagsins og hefur yfirumsjón yfir þeim ungu leikmönnum sem eru fengnir til liðs við Middlesbrough FC.
Mark Tinkler er aðalþjálfari U-21 karlaliðs félagsins. Þess má geta að Mark átti flottan feril sem leikmaður og lék m.a. með Leeds Utd í ensku úrvalsdeildinni. Mark var á sínum tíma fyrirliði U-18 ára landsliðs Englands en í liðinu var m.a. David Beckham. Þegar Micahel Carrick fyrrum leikmaður Man Utd, Tottenham og West Ham gerðist knattspyrnustjóri Middlesbrough FC bað hann Mark sérstaklega um að vera aðstoðarstjóra sinn um hríð.
Báðir þjálfararnir hafa gríðarlega mikla þekkingu og reynslu og njóta mikillar virðingar í boltanum.
Skólastjóri verður Heiðar Birnir.
Allir aðrir þjálfarar koma frá Vestra.
Hér er dagskráin:
Iðkendur f. 2015-2018
Þri-Mið-Fim
Kl. 09.00-12.00
Iðkendur f. 2011-2014
Þri-Mið-Fim
Kl. 13.00-16.00
Allir iðkendur fá treyju frá JAKO.
Hressing verður í boði fyrir iðkendur alla dagana.
Skráning er hafin og fer hún fram hér
Allar frekari upplýsingar veitir Heiðar Birnir yfirþjálfari hjá Vestra á netfanginu heidarbirnir@vestri.is
Nánar6. flokkur stúlkna tók þátt í hinu árlega Goðamóti Þórs á Akureyri um sl helgi.
Mótið var sem fyrr haldið í knattspyrnuhúsinu Boganum. Tvö lið tóku þátt frá Vesta að þessu sinni og stóðu bæði lið sig virkilega vel. Stúlkurnar sýndu flottar frammistöður inni á vellinum og voru til algerar fyrirmyndar innan sem utan vallar.
Nú ætla þær að halda áfram að æfa og ná frekari framförum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
14.-16. mars nk munu svo drengirnir í 6. flokki halda til Akureyrar og taka þátt í sama móti.
Helgina 28.-30. mars munu svo 4. flokkur stúlkna og 5. flokkur drengja og stúlkna halda í æfingaferð suður í Kópavog hvar æft verður og spilaðir leikir á æfingasvæði Breiðabliks.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Í gær mánudag fengum við góðan gest í vallarhúsið á Torfnesi þegar Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri KSÍ heiðraði okkur með nærveru sinni. Fannar Helgi hélt tvö fræðsluerindi, annarsvegar fyrir leikmenn og þjálfara í 2.-3. flokki kk og kvk, og hinsvegar fyrir leikmenn og þjálfara í meistaraflokkum kk og kvk.
Um var að ræða fræðslu er tók á ýmsum þáttum eins veðmálastarfsemi í íþróttum, heilindum, og umgengni við samfélagsmiðla o.frv.
Fræðslan innihélt m.a. gögn frá UEFA(evrópska knattspyrnusambandinu) og hefur verið haldin fyrir yngri landslið KSÍ.
Vestri er fyrsta félagið sem fær slíka fræðslu til sín og telur knattspyrnudeild Vestra afar mikilvægt að standa vel að fræðslu fyrir sína leikmenn og þjálfara. Fleiri erindi eru á leiðinni sem munu aðeins efla faglegt starf knattspyrnudeildarinnar.
ÁFRAM VESTRI
NánarÍ gær tók 6. flokkur drengja þátt í "Margt Smátt" mótinu á Akranesi.
Drengirnir stóðu sig virkilega vel og sáust oft á tíðum flott tilþrif.
Meiningin er að fara með 6.-7. flokk stúlkna og 7. flokk drengja á samskonar mót á Akranesi á næstu misserum.
Fyrirhuguð er svo æfingaferð fyrir 4.-5. flokk stúlkna og 5. flokk drengja í mars.
Við höfum verið heppin með veður síðustu vikuna og því nánast allar æfingar yngri flokka verið á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Í dag fáum við svo góðan gest til okkar hvar Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri KSÍ mun halda fyrirlestur um "Heilindamál" fyrir 2.-3. flokk (drengja og stúlkna), meistaraflokka(kk og kvk) sem og alla þjálfara knattspyrnudeildar Vestra.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Vetrarfrí verður á æfingum yngri flokka hjá knattspyrnudeild Vestra frá 20.-24. febrúar nk.
Síðasti æfingadagur fyrir vetrarfrí er því miðvikudagurinn 19. febrúar og fyrsti æfingadagur eftir vetrarfrí er þriðjudagurinn 25. febrúar.
ÁFRAM VESTRI
NánarLúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Albert Inga Jóhannsson í úrtakshóp U16 karla og mun hópurinn hittast um miðjan febrúar hvar æft verður og spilaður æfingaleikur.
Við óskum Alberti Inga til hamingju.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Albert Ingi Jóhannsson leikmaður Vestra mun í vikunni fara til danska stórliðsins Bröndby og æfa í knattspyrnuakademíu félagins.
Albert Ingi er fæddur 2009 og hefur verið í æfingahóp meistaraflokks karla hjá Vestra frá því í haust. Á dögunum lék hann sína fyrstu leiki með meistaraflokki Vestra gegn FH og Stjörnunni.
Bröndby er eitt allra stærsta félag Danmerkur og þar með Norðurlanda. Margar af skærustu knattspyrnustjörnum danskrar knattspyrnusögu hafa leikið með Bröndby og má þar nefna bræðurna Michael og Brian Laudrup og markmanninn Peter Schmeichel.
Það er mikill metnaður í yngri flokka starfi knattspyrnudeildar Vestra. Æfingar fara fram á mörgum stöðum hér á svæðinu. 2.-4. flokkur kk og kvk æfir eingöngu á gervigrasvellinum á Torfnesi. 5.-8. flokkur kk og kvk æfa í íþróttahúsunum í Bolungarvík, Torfnesi og Austurvegi. Leikmenn í 2.-4. flokki eru einnig í styrktarþjálfun einu sinni í viku og fara þær æfingar fram í Stöðinni - Heilsurækt. Þegar aðstæður eru þannig að ekki er hægt að æfa á gervigrasvellinum á Torfnesi t.d. vegna klaka þá hafa þessir flokkar ekki tök á að fara inn í íþróttahúsin. Efri hæðin í vallarhúsinu á Torfnesi hefur þá oft verið nýtt í allskonar liðleika og styrkleikaæfingar. Einnig hafa leikmenn í þessum flokkum æft í sundlaugunum auk fleirri æfinga í Stöðinni Heilsurækt.
Framtíðin er björt hjá knattspyrnudeildinni, mikill metnaður er bæði hjá iðkendum og öðrum sem að félaginu standa. Síðasta ár hefur mikið verið unnið með ýmsa þætti líkt og hugarfar leikmanna og þjálfara. Ekki síður höfum við unnið að því að setja upp heildrænt æfingaplan sem byrjar í yngstu flokkunum og nær alla leið upp í meistaraflokkana. Aðstöðumálin eru enn mikil áskorun fyrir félagið yfir vetrartímann. Þrátt fyrir miklar endurbætur og uppbyggingu á svæðinu. Vetrar aðstaðan er ennþá nokkuð þung þegar veður og vindar eru okkur ekki í hag. Við bindum miklar vonir við að áfram verði farið í fjárfestingar á svæðinu til að gera íþróttinni kleift að æfa við góðar aðstæður allan ársins hring.
ÁFRAM VESTRI
Nánar