BÍ/Bolungarvík tók á móti ÍH í fyrstu umferð 2. Deildar á Ásvöllum. Veðuraðstæður voru nokkuð góðar, glampandi sól með smá vindi. Okkar menn voru staðráðnir í gera betur en í seinsta leik, þegar þeir töpuðu í framlengingu fyrir Völsung. ÍH unnu Reyni Sandgerði fyrir stuttu í fyrstu umferð Visa-Bikarsins.
NánarBÍ/Bolungarvík lagði ÍH 3-0 fyrr í dag á Ásvöllum í Hafnarfirði. Andri, Matti og Pétur Geir skoruðu mörkin. Umfjöllun um leikinn er væntanleg.
NánarFyrsti leikur BÍ/Bolungarvíkur í 2. deild er á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 14.
NánarBÍ/Bolungarvík var fyrr í dag spáð 4. sæti af fótboltavefmiðlinum fotbolti.net.
NánarBÍ/Bolungarvík var fyrr í dag spáð 4. sæti af fótboltavefmiðlinum fotbolti.net. Í fyrra lenti liðið í 5. sæti í 2. deild og er hugur í mönnum að reyna gera betur í ár en í fyrra. Í sömu spá í fyrra var liðinu spáð 10. sæti en blandaði sér óvænt í toppbaráttuna á tímabili. Svona spár geta verið hættulegar því þar taka menn að sjálfsögðu mikið mark af æfingarleikjum og Lengjubikarsleikjum á undirbúningstímabilinu. Það er ekki það sem skiptir mestu máli, heldur að strákarnir okkar komi rétt stemmdir og vel undirbúnir í fyrsta leik á Íslandsmótinu.
"Við fengum alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í fjórða sæti í þessari spá var BÍ/Bolungarvík sem fékk 182 stig af 242 mögulegum. Kíkjum á umfjöllun okkar um BÍ/Bolungarvík"
Spáin í heild sinni http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=91066#ixzz0nkwEUl40