Fréttir - Knattspyrna

Rey Cup og Króksmót

Knattspyrna | 13.08.2025

Dagana 23.-27. júlí sl fór fram í Reykjavík hið árlega knattspyrnumót Rey Cup.

Mótið hefur verið haldið síðan árið 2002 af Þrótti Reykjavík og samanstendur af bæði innlendum og erlendum liðum í 3.-4. flokki drengja og stúlkna.

Vestri sendi fjögur lið til keppni þ.e. eitt lið í hverjum aldursflokki. 

Um sl helgi fór svo fram á Sauðárkróki hið árlega Króksmót fyrir drengi í 6.-7. flokki.

Alls voru 5 lið frá Vestra sem tóku þátt í mótinu :)

Það er búið að vera mikið af mótum og leikjum þetta sumarið sem fyrr.  Tímabilið er aldeilis ekki búið og nóg eftir af leikjum í flestum flokkum.

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

Æfingafrí 23. júlí - 05. ágúst

Knattspyrna | 15.07.2025

Æfingafrí verður í 3.-8. flokki frá 23. júlí til 05. ágúst nk.

Síðasti æfingadagur fyrir frí er þriðjudagurinn 22. júlí og fyrsti æfingadagurinn eftir frí miðvikudagurinn 06. ágúst.

 

ÁFRAM VESTRI

Nánar

6.-7. flokkur stúlkna á Símamótinu

Knattspyrna | 14.07.2025
Vestri Ásthildur Elma
Vestri Ásthildur Elma

Á þriðja tug Vestra stúlkna í 6.-7. flokki tóku þátt í Símamótinu í Kópavogi dagana 10.-13. júlí sl.

Símamótið var fyrst haldið árið 1985 og var þetta því 41. mótið í röðinni.

Um er að ræða stærsta knattspyrnumótið á landinu og fara allir leikir í mótinu fram á félagssvæði Breiðabliks.

Í 6. flokki sem eru stúlkur fæddar 2015 og 2016 voru þrjú lið og í 7. flokki, sem eru stúlkur fæddar 2017-2018 eitt lið.

Eins og venja er á mótum sem þessum þá bera Vestra liðin nöfn leikmanna í meistaraflokkum karla og kvenna.

Að þessu sinni hétu liðin Vestri Agnes Þóra, Vestri Elín Ólöf, Vestri Una Proppe í 6. flokki og Vestri Ásthildur Elma í 7. flokki.

Stúlkurnar stóðu sig frábærlega enda hafa þær verið duglegar að æfa síðustu misserin. Vestri Una Proppe og Vestri Ásthildur Elma sigruðu í sínum flokkum og fengu að launum veglegan bikar og verðlaunapeninga.

 

ÁFRAM VESTRI

 

Nánar

6. flokkur drengja á Orkumótinu.

Knattspyrna | 02.07.2025

Dagana 26.-28. júní fór fram Orkumótið í Vestmannayejum.

Mótið sem m.a. áður hét Pollamótið siglir nú inn í sinn fimmta áratug og er fyrir drengí 6. flokki.

Tæplega 30 drengir frá Vestra tóku þátt í mótinu og stóðu þeir sig allir vel bæði innan sem utan vallar svo eftir var tekið.  Höfðu foreldrar annarra liða það sérstaklega á orði hvað hegðun og hugarfar Vestra drengjanna hafi verið til fyrirmyndar.

Þrjú lið frá Vestra tóku þátt. Í öllum félagsmótum 12 ára og yngri bera Vestra liðin nöfn leikmanna meistaraflokka karla og kvenna.

Að þessu sinni hétu liðin Vestri Elmar Atli, Vestri Daði Berg, Vestri Gunnar Jónas.

Vestri Elmar Atli sigraði í sínum flokki og fékk að launum ,,Heimaeyjabikarinn".

Liðið sigraði Tindastól 3-1 í úrslitaleik hvar okkar drengir lentu undir 0-1 en komu til baka og sigruðu með glæsibrag dyggilega stuttir af félögum sínum í Vestra Daða Berg og Vestra Gunnari Jónasi.

Fagnaði svo allur hópurinn saman í leikslok enda mikil samheldni og íþróttaandi hjá öllum iðkendum knattspyrnudeildar Vestra.

ÁFRAM VESTRI 

Nánar

7. flokkur drengja á Norðurálsmótinu.

Knattspyrna | 02.07.2025
1 af 4

7. flokkur drengja tók þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi sem fram fór dagana 20.-22. júní nk.

Norðurálsmótið hefur til fjölda ára verið eitt fjölmennasta mót ársins og eru jafnan um 2000 iðkendur sem taka þátt.

Okkar drengir mættu með tvö lið á mótið og stóðu þeir sig virkilega vel og voru félaginu sínu til sóma bæði innan sem utan vallar.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

6. flokkur stúlkna á Króksmóti ÓB.

Knattspyrna | 30.06.2025

6. flokkur stúlkna fór helgina 21.-22. júni  á Króksmót ÓB á Sauðárkróki.  

Vestra stúlkur voru með 3 lið enda hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin.

Stúlkurnar stóðu sig virkilega vel og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Knattspyrnunámskeið Vestra í júlí

Knattspyrna | 24.06.2025

Knattspyrnunámskeið Vestra verður fyrstu tvær vikurnar í júlí.

Námskeiðin sem eru fyrir öll börn í 6.-7. flokki.

Æft verður eftir æfinga og knattspyrnuáætlun knattspyrnudeildar Vestra.

Þjálfarar koma frá knattspyrnudeild Vestra og yfirþjálfari námskeiðsins verður Heiðar Birnir.

Um er að ræða tvö námskeið sem hvort um sig inniheldur fjóra námskeiðsdaga og 8 æfingar þ.e. tvær æfingar á dag.

Vistun er í boði frá kl. 08.30 alla dagana.

Verð er kr. 6.000,- per námskeið og skráning er hafin og fer hún fram í Sportabler

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Yngri flokkar á ferð og flugi um helgina

Knattspyrna | 18.06.2025

Eins og allir vita þá eru sumarmótin komin á fullt hjá yngri flokkum.

5. fl kvk eru nýkomnar frá Vestmannaeyjum hvar þær tóku þátt í TM mótinu og stóðu sig frábærlega.

Stúlkurnar voru valdnar prúðasta liðið og er hegðun þeirra innan sem utan vallar til mikillar fyrirmyndar.

Það er skammt stórra hökkva á milli hjá þeim og eiga þær leik á lau nk á heimavelli gegn KFR í Íslandsmótinu.

2.fl, 3.fl, 4.fl og 5.fl kk munu allir spila 2 leiki hver í Íslandsmótinu að heiman um helgina.

6. flokkur stúlkna fer á Króksmótið á Sauðárkróki.

3. og 4. flokkur stúlkna hafa svo verið á ferð og flugi síðustu misserin. 3.fl kvk fær frí um helgina en 4.fl kvk spilar 2 leiki á heimavelli gegn KFR í Íslandsmótinu.

7. flokkur drengja tekur svo þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi.

Af þessu má sjá að sjö flokkar eru að spila um helgina hér og hvar um landið og er um að ræða eina viðburðarríkustu helgi ársins í starfi yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra. 

 

ÁFRAM VESTRI 

 

Nánar

Tæplega 90 iðkendur skráðir á Alþjóðlegu knattspyrnubúðirnar sem hefjast á morgun.

Knattspyrna | 02.06.2025
1 af 2

Alþjóðlegu knattspyrnubúðirnar hefjast á morgun á Kerecisvellinum á Ísafirði.

Tæplega 90 iðkendur eru þegar skráðir í knattspyrnubúðirnar sem er algjörlega frábært.

Mikill metnaður er lagður í verkefnið og koma tveir þjálfarar frá enska liðinu Middlesbrough FC en það eru þeir Martin Carter yfirmaður félagsskiptamála í knattspyrnu akademíu félagsins og Mark Tinkler aðalþjálfari U21 karlaliðs félagsins.  Þeir félagar eru gríðarlega virtir þjálfarar og þess má geta að Mark Tinkler var einnig frábær leikmaður og á m.a. 25 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Leeds Utd.

Enn er hægt að skrá sig í knattspyrnubúðirnar og fer skráningin fram hér

Aðrir þjálfarar í knattspyrnubúðunum koma frá Vestra. Þess má geta að í gær kom til okkar nýr þjálfari, en það er hann Aaron Ankers frá Írlandi.  Aaron er íþróttafræðingur og með UEFA B þjálfaragráðu og hefur ásamt því að þjálfa í heimalandinu einnig þjálfað í þýskalandi.

Yfirþjálfari knattspyrnubúðana er Heiðar Birnir.

 

 

Nánar

Miðasala á Íslands - Frakkland 03. júní

Knattspyrna | 01.06.2025
Miðasala á leik A landsliðs kvenna gegn Frakklandi í Þjóðadeild UEFA er hafin og fer hún fram í gegnum vef KSÍ (ksi.is).
 
KSÍ hefur tekið í notkun nýtt miðasölukerfi sem verður virkjað í fyrsta sinn á þessum leik. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 og er um að ræða fyrsta leikinn á nýjum (hybrid) leikfleti Laugardalsvallar.
Unnið hefur verið hörðum höndum að innleiðingu nýja miðakerfisins síðustu vikur til að ná að virkja það fyrir leikinn við Frakkland.
Viðbúið er að einhverjir hnökrar verði fyrst um sinn og KSÍ biðlar til miðakaupenda um að sýna því skilning. Hafið endilega samband við KSÍ ef ástæða er til með tölvupósti (midasala@ksi.is) og erindinu verður svarað eins fljótt og mögulegt er.
 
Leikurinn við Frakkland er seinni leikur íslenska liðsins í komandi leikjaglugga, en fyrst leikur liðið gegn Noregi ytra föstudaginn 30. maí kl. 18:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir eru í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og eru þetta síðustu leikirnir í Þjóðadeild UEFA þetta árið.
 
Kauptu miða í Austurstúku og styrktu þitt félag í leiðinni.
Í tengslum við leik Íslands og Frakklands hefur KSÍ ákveðið að setja upp sérstakt hvatakerfi til fjáröflunar fyrir aðildarfélög. Við miðakaup á leikinn getur kaupandinn skráð sitt félag (promotional code (skrifa VESTRI)), og félagið fær þá 20% af andvirði miðans. Athugið að í hvatakerfinu er eingöngu um miða í Austurstúku að ræða.
Smelltu hér til að kaupa miða.
 
ÁFRAM ÍSLAND OG ÁFRAM VESTRI ⚽️
Nánar