Fréttir

100 manns á Vestfjarðamóti á Patreksfirði s.l. helgi

Körfubolti | 11.05.2012
Krakkarnir á Vestfjarðamótinu
Krakkarnir á Vestfjarðamótinu

Það var fríður hópur KFÍ fór til Patreksfjarðar á laugardag og voru krakkarnir frá 9-12 ára sem tóku þátt í Vestfjarðarmóti með heimamönnum og Kormáki frá Hvammstanga. og voru þar saman komin um 100 manns með þjálfurum og farastjórum. Mikil og vegleg dagskrá var plönuð af heimafólki sem samanstóð af leikjum innan og utan vallar, bíó, pizzuveislu og grill.

 

Þegar komið var á föstudagskvöldinu var haldið í Skjaldborgarbíó í boði Lionmanna og krökkunum boðið upp á popp og djús og svo var haldið til náða.

 

Leikar hófust á laugardagsmorgun en í hádeginu var haldið til pizzuveislu í boði fiskvinnslunar Odda á Parteksfirði og haldið var áfram eftir hádegi í keppni. Eftir keppni dagsins var síðan slegin upp grillveisla sem var í boði KFÍ og ýmissa styrktaraðila.

 

Að sögn Birnu Lárusdóttur var virkilega vel tekið á móti okkar krökkum og spilaður körfubolti á milli byggðarlaga og svo með blönduðum liðum. Það var ekki annað að sjá á krökkunum og öllum þeim er fylgdu með að allir hafi skemmt sér vel og viljum við koma þakklæti til aðstandenda mótsins, starfsfólks íþrótttamiðstöðvarinnar og stjórnendum grunnskólans. Öll aðstaða var til fyrirmyndar sagði Birna við fréttaritara kfi.is og tilhlökkun mikil að halda þetta mót að ári.

 

Það þarf varla að taka fram að krakkarnir okkar voru KFÍ og Ísafjarðarbæ til fyrirmyndar innan sem utan vallarins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sem og fararstjórum okkar og Þorsteini Tómassyni bíltstjóra okkar.

 

Það er oftar en ekki sagt að félagslíf sé hjarta íþróttastarfsemi þar sem leikur er huglægur og keppni eigi stundum að vera í öðru sæti. Þetta á við hér og var skipulagning á þessu móti til mikillar fyrirmyndar hjá öllum þeim er standa að þessu móti. Svona er þetta einfalt þegar allir leggjast á eitt.

 

Áfram KFÍ

Deila