Fréttir

10. flokkur stúlkna - Öruggur sigur gegn Breiðablik

Körfubolti | 03.11.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
Mjög öruggur sigur hjá okkur stúlkum sem áttu fínan leik.  Í byrjun benti fátt til annars en að um hörkuleik yrði að ræða, jafnt á flestum tölum og staðan eftir fyrsta fjórðung 13-11 KFÍ í vil.  Breiðablik vill væntanlega gleyma næstu tveimur fjórðungum en þá vinnum við samanlagt 38-9.  Staðn í lok þriðja fjórðungs 51-20 fyrir KfÍ og leikur í raun búinn.  KFÍ slakar á í 4. fjórðung og Breiðablik nær aðeins að bjarga andlitinu með góðum kafla og lokatölur 55-31. 

Leikur þessi var liður í fyrsta fjölliðamóti sem haldið var hér fyrir 2 vikum en Breiðablik komst þá ekki vegna veikinda.  Þær mættu ekki nema 5 hingað vestur sem gerði okkur verkefnið auðveldara en það verður ekki tekið frá okkar stúlkum að þær áttu frábæran leik og fyrsti sigurinn gegn Breiðabliki staðreynd.

Stigin

Leikmaður Stig Vítanýting Þriggja
Sunna Sturluóttir 24 1-1 3
Eva Margrét Kristjánsdóttir 11    
Guðlaug Sigurðardóttir 8    
Vera Óðinsdóttir 6 1-0  
Heiðdís Magnúsdóttir 4    
Dagbjört Sunna Elvarsdóttir 2    

Deila