Fréttir

10. flokkur stúlkna, 7. flokkur stúlkna og unglingaflokkur KFÍ að gera það gott.

Körfubolti | 19.11.2011
7. flokkur stúlkna
7. flokkur stúlkna

Unglingaflokkur karla keppti við ÍR í Reykjavík fyrr í dag og unnu öruggan sigur. Lokatölur KFÍ 97 ÍR 68.

 

7 flokkur stúlkna er á Patreksfirði og keppti í dag þrjá leiki gegn Kormáki, Herði Patreksfirði og Snæfell. Þær léku vel í dag og sigruðu tvo leiki, en töpuðu leiknum gegn Kormák.

 

Úrslit.

KFÍ 27 Kormákur 40. leikurinn var samt jafnari en lokatölur gefa til kynna og hefði með smá heppni verið okkar.

KFÍ 34 Hörður 33. Þetta var hörkuleikur og Linda Kristjánsdóttir fór mikinn og endaði með 20 stig.

KFÍ 49 Snæfell 20. Þarna spiluðu allar stelpurnar mikið og stóðu sig frábærlega.

 

Jón Hrafn þjálfari sagði heimasíðunni að miklar framfarir séu merkjanlegar og gaman verður að flygjast með stelpunum í áframhaldinu. En einnig verður að koma því til skila til ákveðinna að nota ekki ólöglega leikmenn. það er ekki sanngjarnt og er ekki körfunni til sóma.

 

10. flokkur stúlkna er á Sauðárkrók og kepptu tvo leiki í dag og unnu þá báða.

KFÍ 48 Tindastóll 27

KFÍ 44 Fjölnir 33

 

Það er greinilegt að vestfirsku valkyrjurnar og ungu karlmennirnir okkar eru að gera það gott fyrir félagið og heimabæ sinn.

Deila