Fréttir

10.flokkur drengja suður en fresta varð 7.flokk drengja

Körfubolti | 30.03.2012
Dagbjartur er á leiðinni suður !!!
Dagbjartur er á leiðinni suður !!!

10.flokkur drengja KFÍ er á leið suður að keppa og verður fjölliðamót þeirra haldið í Vodafone höllinni að Hlíðarenda. Strákarnir spila gegn Val, Heklu, Áftanesi og Sindra og hefajst leikar kl. 14.30 á laugardaginn gegn Heklu og síðari leikur dagsins er gegn Sindra og hefst kl. 17.00.

 

Á sunnudag eru tveir leikir, sá fyrri er kl. 10.15 gegn Álftanesi og síðasti leikur mótsins er síðan gegn Val og hefts kl. 12.45.

Ari þjálfari væntir miklis af drengjunum og verðum við með fréttir af leikstað jafnóðum og þær berast.

 

7. flokkur drengja átti að spila í fjöliðamóti einnig um helgina, en engar fréttir bárust um leikstað og fór svo um síðir eftir mikla eftirgrennslan og mörg skeyti og símtöl að ekki var hægt að halda mótið vegna þess að íþróttahúsið sem átti að nota var upptekið. Þetta eru léleg skilaboð til okkar sem langt eiga að sækja mót að hægt sé að bíða með upplýsingar fram á síðustu stundu, það þarf að plana þessir ferðir með góðum fyrirvara upp á fund með foreldrum sem skipuleggja ferðir, fararstjóra og annað og ekki líðandi að hægt sé að bíða fram á tveim dögum áður en fara á með að láta vita hvort af móti verður eða ekki. Svo má einnig geta þess að við hér heima höfum bæði hús og mannskap til að halda þessi mót og erum alltaf klár.

 

Þessu fjölliðamóti er frestað eitthvað fram í apríl.

Deila