Fréttir

11. flokkur KFÍ kominn í A-riðil eftir frábæra helgi.

Körfubolti | 15.11.2009
Strákarnir komnir í A-riðil
Strákarnir komnir í A-riðil
11. flokkur KFÍ gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína í fjölliðamótinu sem haldið var í Bolungarvík um helgina. Strákarnir sigruðu Fjölni 63-57 og Borgarnes 59-48. Þetta þýðir að strákarnir eru meðal fimm bestu bestu liða landsins í dag og keppa í A-riðli í næsta fjölliðamóti !

Fyrri leikur strákanna var gegn Fjölni og voru drengirnir úr Grafavogi sterkari í bryjun og mátti sjá að sumir hafi verið illa vaknaðir úr okkar liði. Staðan 10-14 eftir fyrsta leikhluta. En eftir smá vatn og hvíld komu þeir inn í leikinn í öðrum leikhluta með Gumma í broddi fylkinar og gerði hann 11 stig og svo bættu þeir Óskar, Kormákur og Sigmundur við 8 stigum og þegar rölt var til leikhlés var staðan 29-28 okkur í hag. Þegar þarna var komið við sögu var Sigmundur kominn í gang og setti tvo flotta þrista.
Sama baráttan hélt áfram í þriðja leikhluta. Bæði lið hentu sér á lausa bolta og púlsinn farinn að rísa hjá sumum. Við héldum þó haus og þegar gengið var til síðasta leikhluta var staðan 45-40 fyrir okkur.
Fjórði leikhluti var mjög jafn og var leikurinn galopinn, en strákarnir í KFÍ reyndust sterkari að þessu sinni og lokatölur 63-57.
Sigmundur var mjög öflugur í þessum leik og stýrði leiknum vel. Gummi átti stórleik og var erfitt að eiga við hann í svona ham, Einnig var Óskar að vanda traustur. Stig skiptust þannig: Guðmundur G. 33, Óskar K. 13, Sigmundur Ragnar H. 10, (4/3 í þristum), Kormákur Breki V. 4, Ingvar V. 2.

Seinni leikurinn var gegn frískum strákum Borgnesinga. Þeir mætti tilbúnir, en við vorum meira í að tala við dómara og minna að spila körfubolta og það varð til þess að Borgnesingar gengu á lagið og náðu að komast Yfir 16-13 eftir fyrsta leikhluta.
Sami barningurinn var hjá okkur í öðrum leikhluta og mætti halda að á tíma höfum við verið orðnir saddir. Borgnesingar voru duglegir og héldu sig við að gera atlögu að okkar körfu og uppskáru 26-23 forskot í hálfleik. Í byrjun þriðja minnti Gummi á sig og 10 stig, ásamt góðum þrist frá Sigmundi og einum stolnum bolta frá Komma sem hann skilaði í körfu vorum við komnir yfir 38-34 og einn leikhluti eftir.
Tveir þristar frá Óskari og Sigmundi og tveim stigum frá Gumma og Gaut komumst við í stöðuna 48-36 og við létum ekki forustuna af hendi eftir það. Lokatölur 59-48 og við komnir í A-riðil.
Í þessum leik hélt Sigmundur áfram þaðan sem frá var horfið í fyrri leik og Kormákur, Gummi og Óskar voru öflugir. Stig KFÍ. Gummi G. 27, Sigmundur Ragnar H. 14, Óskar K. 10, Kormákur 4, Gautur Arnar 2 og Hákon Atli. 2.

Þessi helgi í Bolungarvík var frábær í alla staði. Dómarar okkar þeir Ingvar Jóhannsesson sem kom alla leið frá Raykjavík til að dæma og Arnar Guðmundsson stóðu sig frábærlega og Matt, Þórir, Hjalti, Shiran og Darco voru ekki síðri. Krakkarnir á ritaraborðinu þau, Danni, Leó, Jón Kristinn, Dagbjört, Guðni Jr., Hermann og Sævar stóðu vaktina með prýði og erum við ekki fátæk af frábæru starfsfólki.

Við viljum koma á framfæri þakklæti til gesta okkar Fjölnis, Skallagríms, ÍA og Fsu. Þessir krakkar voru frábær innan vallar sem utan. Þau voru félögum sínum til mikils sóma og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir góða helgi !! Deila