Fréttir

11.flokkur sigrar aftur

Körfubolti | 31.10.2009
Gautur er að vakna
Gautur er að vakna
Strákarnir í 11. flokk fóru í heimsókn til Borgarnes í dag og nutu það gestrisni heimamanna, en þar er ávellt tekið vel á móti okkur. Við aftur á móti vorum komnir þangað til að vinna leik og það gerðum við heldur betur.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti hjá heimamönnum og náðu þeir forskoti 8-4 og við búnir að tapa nokkrum boltum vegna klaufaskaps. En við tókum okkur á og tókum 10-0 sýrpu á þá og eftir fyrsta leikhluta var staðan 12-8 okkur i vil. Sigmundur var að stjórna leik okkar vel og þeir Gummi, Ingvar og Hákon að setja niður stigin sín.

Annar leikhluti var jafn frama af en eins og í þeim fyrri tókum við "run" og Simmi, Gautur, Gummi, Óskar og Kormákur skoruðu allir og við gengum til leikhlés með góða 38-21 forustu.
 
Í þriðja leikhlutanum setti Gummi tóninn og gerði fyrstu 8 stigin og Ingvar og Hákon bættu við sitt hvorri körfunni og staðan orðin 49-21. Þá kom smá hikst í leik okkar og gafum við aðeins eftir og staðan fyrir síðasta leikhluta 54-33.

Við gerðum það sem þurfti í fjórða og síðasta leikhluta og unnum sanngjarnan sigur. Lokatölur 71-45. Enn og aftur var það varnarleikur okkar sem skilaði þessum sigri. Allir komust vel frá sínu og náðu allir að skora :) Sigmundur er að koma sterkur inn sem leikstjórnandi og Gautur er að læra á sinn stóra skrokk. hann náði aftur að verja tvö skot ógurlega. En það er skemmtilegast að sjá framfarirnar hjá hópnum.

Stigaskor.
Gummi 23
Óskar 18
Ingvar 12
Sigmundur 5
Hákon 5
Gautur 4
Kormákur 2
 Andri 2 Deila