Fréttir

1. deildin að byrja hjá KFÍ

Körfubolti | 15.10.2011
Mamma er að koma
Mamma er að koma

Á morgun byrjar keppnistímabil hjá meistaraflokk karla KFÍ . Fyrstir til að heimsækja okkur á Jakann eru drengirnir hans Lalla frá Hveragerði. Þeir koma keyrandi eins og sönnum sunnanhetjum sæmir og er leikurinn á morgun 16. október kl. 19.15.

 

Nú er um að gera að koma á Jakann og öskra strákana áfram. Þetta verður hörkuleikur enda eru bæði þessi lið ákveðin að fara upp í IE deildina að ári.

 

Áfram KFÍ

Deila