Fréttir

250 þúsund söfnuðust fyrir Birki Snæ

Körfubolti | 07.12.2016
Leikmenn og þjálfari Vestra greiddu sig inn á leikinn.
Leikmenn og þjálfari Vestra greiddu sig inn á leikinn.

Fyrir síðasta heimaleik Körfuknattleiksdeildar Vestra ákvað stjórn að allur aðgangseyrir rynni til Birkis Snæs Þórissonar og fjölskyldu hans en Þórir faðir hans lék lengi með KFÍ og var m.a. fyrirliði liðsins. Í dag fagnaði Birkir Snær eins árs afmæli sínu og fóru af því tilefni fram styrktar- og afmælistónleikar í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Í tengslum við heimaleik Vestra í síðustu viku söfnuðust 250 þúsund krónur sem voru lagðar inn á söfnunarreikning Birkis Snæs á afmælisdaginn hans. Þeir sem ekki komust á leikinn í síðustu viku eða á tónleikana í kvöld geta enn lagt fjölskyldunni lið en bankaupplýsingar má nálgast á Facebook viðburði tónleikanna.

Deila