Fréttir

2 töp hjá drengjaflokki

Körfubolti | 27.03.2010
Sævar var að hitta vel í báðum leikjum
Sævar var að hitta vel í báðum leikjum
Fyrsti leikur ferðarinnar var gegn Breiðablik á föstudegi. 
Leikurinn reyndist hörkuleikur, jafnt varð á komið meðum liðum lengst af, staðan eftir 1. fjórðun 24-26, í hálfleik 46-48, eftir þriðja fjórðung 70-77 og í restina 96-103.
Fyrri hálfleikur var í járnum og Breiðablik nær forystu í 3. fjórðung.  Um miðjan lokafjórðung ná KFÍ piltar að minka uninn í 1 stig en nær komust þeir ekki og svo dró í sundur í restinga.  Niðurstaðan 7 stiga tap.  Í heildina var þetta góður leikur hjá KFÍ piltum, góðir taktar sáust í sókninni, gott samspil og hittni góð.  Hins vegar var vörnin ekki nógu góð eins og stigin 103 sem við fáum á okkur gefa til kynna.  Niðurstaðan 7 stiga tap gegn sterku lið Breiðablik og góður leikur af Ísfirðinga háflu.  Vítanýtingin var hins vegar ekki nógu góð 23-12, hefðu menn sett niður vítin þá er aldrei að vita nema að sigur hefði unnist.
Stigin:
Stig Vítanýting 3 stiga
Florijan Jovanov 29 2-2 4
Leó Sigurðsson 25 4-1 2
Hermann Hermannsson 18 5-4
Jón Kristinn Sævarsson 11 5-1
Sævar Vignisson 9 2-2 1
Guðmundur Guðmundsson 3 3-1
Óskar Kristjánsson 1 2-1

Seinni leikur ferðarinn var gegn Fjölni.  Skemmst er frá því að segja að Ísfirðingar áttu aldrei möguleika í þann leik.  Fjölnismenn ýttu okkur algerlega út úr okkar leik og við náðum illa að stöðva þá.  Strákarnir reyndu þó hvað þeir gátu og leikar enduðu með 25 stiga tapi 65-90.  Margt gott sást þó til okkar stráka en þeir voru að spila við stráka sem voru að spila lykilhlutverk með Fjölni í úrvalsdeildinni í vetur, þá Tómas Tómasson, Ægi Steinarsson og Arnór Guðmundsson. 
Stigin:
Stig Vítanýting 3 stiga
Sævar Vignisson  13 2 3
Florijan Jovanov 12
Hermann Hermannsson 10 1-0
Leó Sigurðsson 10 6-5
Guðni Páll Guðnason 7 1
Jón Kristinn Sævarsson 6 2-2
Guðmundur Guðmundsson 5 1-1
Þorgeir Egilsson 2 3-2
Deila