Fréttir

33 leikir hjá KFÍ í október.

Körfubolti | 08.10.2010
Þá er þetta byrjað
Þá er þetta byrjað
Nú er Íslandsmótið byrjað á fullu og er KFÍ og UMFB að spila 33 leiki í þessum mánuði. Þar eru það mfl. kvenna og karla, drengjaflokkur og 9. flokkur stúlka, 9. flokkur drengja og minnibolti eldri sem eru byrjuð eða að byrja tímabilið. Einnig er lið UMFB í þessari upptalningu, en á milli þessarra félaga er gott samstarf. Við viljum benda fólki á að hægt er að sjá hvar og hverjir eru að spila og hvenær hér á atburðadagatalinu hægra megin á forsíðunni og er bara að smella á dagsetninguna til að fá allrar nánari upplýsingar.  Deila