Fréttir

40 krakkar sóttu körfuboltabúðir KFÍ um helgina

Körfubolti | 28.01.2014
Flottir krakkar í körfuboltabúðum.
Flottir krakkar í körfuboltabúðum.

Körfuboltabúðirnar sem haldnar voru síðustu helgi tókust framar vonum og ekki annað að sjá og heyra en að þau 40 börn sem þar mættu væru hæstánægð. Þau lögðu sig öll fram við æfingar og ljóst að framtíðin er björt hjá félaginu með svona stóran og efnilegan hóp iðkenda. Mirko yfirþjálfari og aðstoðarþjálfararnir hans stóðu sig vel og eiga þakkir skyldar fyrir vel skipulagðar og skemmtilegar æfingabúðir.

 

Félagið vill koma á framfæri þökkum til BÍ og Harðar sem færðu til æfingar hjá sér svo unnt væri að halda körfuboltabúðirnar en án þeirrar velvildar hefði það ekki verið hægt.

Deila