Nú er fimmta umferð Iceland Express að hefjast og eru þrír leikir á dgskrá í kvöld kl. 19.15 og allir leikirnir eru á "live stattinu". Umferðinni lýkur svo á morgun með seinni þremur viðureignunum og eigum við leik heima á Jakanum við Stjörnuna og hefst sá leikur kl. 19.15. Allir leikirnir í IE deildinni hafa verið spennandi og geta allir unnið alla, og verður því fróðlegt að fylgjast með slagnum.