Strákarnir okkar í 7. flokki léku 3 leiki í fjölliðamóti sem fram fór hér á Ísafirði um helgina. Allir töpuðust leikirnir en framfarir greinilegar hjá strákunum.
Leikur #1
KFÍ - Afturelding 21-49
Fyrsti leikurinn var gegn sprækum Mosfellingum sem unnu nokkuð öruggan sigur. Við byrjum illa og erum komnir 17 stigum undir í hálfleik. Náum að halda í við andstæðingana í 3. fjórðungi en svo klára gestir þetta í 4. fjórðungi.
Stigin:
Pétur Tryggvi Tryggvason 6, 2-0 í vítum
Lazar Dragojlovic 4, 2-0 í vítum
Hilmir Hallgrímsson 3, 4-3 í vítum
Hrannar Egilsson 2
Rúnar Guðmundsson 2
Haukur Jakobsson 2
Benedikt Hrafn Guðnason 2, 2-2 í vítum
Leikur #2
KFÍ - Fjölnir 14-29
Strákarnir spiluðu mun betri vörn í þessum leik en þeim fyrsta, voru aðeins farnir að átta sig á hlutunum. Sóknin var hins vegar ekki að ganga upp, samspil ekki nógu gott, eingöngu náðu 2 leikmenn að skora og er það ekki alveg nógu gott í liðsíþrótt. Baráttan hins vegar til fyrirmyndar.
Stigin:
Pétur 10
Haukur 4
Leikur#3
KFÍ-Kormákur 30-31
Lokaleikurinn var gegn köppum frá Hvammstanga. Leikurinn reyndist æsileg barátta frá fyrstu mínútu og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðasta skoti leiksins.
Leikur var jafn allan tíman, við einu stigi yfir eftir fyrsta fjórðung og þremur í hálfleik. Kormákur einu yfir eftir þann þriðja og áfram hélt baráttan. Kormáksmenn voru svo komnir einum 5 stigum yfir um miðjan fjórðunginn. Þá kom góður kafli hjá okkur þar sem við skorum 8 stig í röð og komumst þar með 3 stigum yfir. Hvammstangamenn skora næstu 4 stig og við skorum svo körfu og komumst einu stigi yfir þegar hálf mínúta var eftir. Eftir mikinn taugatitring fékk Kormákur innkast og 5 sekúndur eftir en ná góðu skoti og hitta og vinna þar með leikinn um leið og lokaflautan gellur.
Mjóg sárt. Leikur hins vegar góður hjá okkur og fór strákarnir loks að sýna hvað þeir gátu og gefur leikurinn fyrirheit fyrir framhaldið, eiga heilmikið inni.
Stigin:
Pétur 17, 2-1 í vítum
Lazar 7, 6-1 í vítum
Haukur 2
Hrannar 2
Bergsteinn Bjarkason 2
Deila