Fréttir

7. flokkur drengja keppir á heimavelli um helgina

Körfubolti | 18.10.2013

Nú dregur til tíðinda meðal yngri iðkenda KFÍ því að um helgina fer fram fyrsta fjölliðamót vetrarins hér fyrir vestan þegar 7. flokkur drengja tekur á móti félögum sínum í Fjölni, Snæfelli, Val og Þór. Mótið hefst á morgun, laugardag, kl. 13 í íþróttahúsinu í Bolungarvík með leik KFÍ og Fjölnis en alls verða spilaðir 5 leikir í Víkinni. Mótið heldur áfram á sunnudeginum í íþróttahúsinu Torfnesi og verða þá einnig spilaðir 5 leikir og hefst sá fyrsti kl. 8 um morguninn með leik KFÍ og Vals. Við hvetjum fólk til að mæta á leikina og hvetja okkar menn til dáða.

Deila