Fréttir

7. flokkur í fjölliðamóti

Körfubolti | 16.02.2014

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum (BB) þá var 7. flokkurinn okkar í fjölliðamóti syðra um síðustu helgi.  Stóðu strákarnir sig mjög vel og unnu 3 leiki og töpuðu einum naumlega. 

 

Leikur #1  KFÍ-Álftanes  31-12

Auðveldur sigur í fyrsta leik.  Álftnesingar styttra komnir í íþróttinni og sást um tíma ansi mikill munur, lokatölur 31-12 og drengirnir okkar að spila vel.

Stigin:

Egill Fjölnisson 12

Hilmir Hallgrímsson 7

Blessed Gil Parilla 6

Daníel Wale 4

Hugi Hallgrímsson 2

Þorleifur Ingólfsson, Gísli Steinn Njálsson, Guðni Rafn Róbertsson, Michal Glodkowski, Ólafur Ernir Bjarkason skoruðu ekki að þessu sinni en léku vel.

 

Leikur #2  KFÍ-Tindastóll 30-33

Hörkuleikur sem reyndist úrslitaleikur mótsins því bæði lið unnu aðra leiki sína.  KFÍ kemst í 6-0, þá koma norðanmenn með áhlaup og breyta stöðunni í 6-7 og síðan 10-18 í hálfleik.  Við reynum hvað við getum að minnka muninn og þegar rúm mínúta var eftir minnkum við muninn í eitt stig 30-31 en Tindastóll klárar þetta með tveimur vítum og lokatölur 30-33.  Hörkuleikur og naumt tap.

Stigin:

Hilmir 11

Gísli 7

Daníel 6

Egill 4

Hugi 2

 

Leikur #3  KFÍ-Breiðablik 21-10

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og staðn í hálfleik 11-7 fyrir okkur.  KFÍ piltar koma svo mjög ákveðnir í þriðja leikhluta og breyta stöðunni í 19-7 og björninn unninn.  Lokatölur síðan 21-10, öruggur sigur.

Stigin:

Hilmir 8

Daníel 7

Gísli 6

 

Leikur #4  KFÍ - ÍR 28-20

Lokaleikurinn við heimamen í ÍR.  Hörkuleikur sem þróaðist svipað og Blikaleikurinn.  Leikur í járnum fram í hálfleik, hálfleiksstaðan 12-11.  Við tökum öll völd í þriðja leikhluta og breytum stöðu í 21-11.  Lokatölur svo 28-20.

Stigin:

Daníel 8

Hilmir 7

Egill 5

Blessed 4

Hugi 4

 

Heilt yfir mjög gott mót hjá okkar strákum, hársbreidd frá því að vinna riðilinn og færast þá upp í c-riðil.  Strákar voru allir að spila og berjast vel og framfarir greinilegar undir styrkri stjórn Mirko þjálfara.

 

Nánari úrslit úr mótinu má finna hér.

 

Deila