Fréttir

7. flokkur stúlkna stóð sig vel á sínu fyrsta Íslandsmóti í dag

Körfubolti | 22.10.2011
7. flokkur eru framtíðarefni KFÍ
7. flokkur eru framtíðarefni KFÍ

7. flokkur stúlka tekur þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti sem haldið er á Hvammstanga. Stelpurnar léku tvo leiki í dag þann fyrri gegn Njarðvík og töpuðu þær honum, lokatölur 33-15. Þær léku vel í þriðja leikhluta en sóknin var ekki alveg tilbúin.

 

Síðari leikur dagsins var gegn stelpunum frá Herði frá Patreksfirði og fór svo að Hörður fór með sigur af hólmi, lokatölur 31-24. Þarna spiluðu stelpurnar vel og eru að slípast betur saman. það er mjög eðlilegt að það taki tíma að koma þessu saman hjá okkur, því þær eru byrjendur í þessari fögru íþrótt okkar. 

 

Á morgun keppa stelpurnar við lið Kormáks frá Hvammstanga og Snæfell frá Stykkishólmi. Þær biðja að heilsa heim.

Deila