Fréttir

7.flokkur stúlkna upp um riðil og 10.flokkur stúlkna komnar í úrslit á Íslandsmótinu

Körfubolti | 25.03.2012
7.flokkur hér með Auði þjálfara :)
7.flokkur hér með Auði þjálfara :)

Það var nóg um að vera hjá KFÍ þessa helgi og eru hetjur helgarinnar stúlkurnar í 7.flokk og 10.flokk. Og eru stelpurnar í 10.flokk fyrstar frá KFÍ til að komast í úrslitakeppnina og er það ekki dónalegt þar sem þær komust bara fimm suður vegna meiðsla og veikinda og á tímabili leit ekki út fyrir að við gætum klárað fjölliðamótið þar sem ein stúlknanna lenti á spítala eftir gærdaginn, en þær eru ekkert annað en valkyrjur og kláruðu leik gegn KR í framlengdum leik og sem meira er þá voru þær bara fjórar eftir inn á vellinum í framlengingu eftir að Eva var komin með 5 villur. Hinar fjórar spýttu í lófana og kláruðu leikinn sterkt og úrslitakeppni í Íslandsmóti staðreynd !! GLÆSILEGT STELPUR

 

Og ekki gáfu stelpurnar í 7.flokk neitt síðra í helgina og eftir fjörugt og skemmtilegt fjölliðamót hérna heima á Jakanum fór svo að lokum að KFÍ stelpurnar unnu sig upp í B-riðil þar sem þær byrja næsta vetur og eru vel að þessu komnar.

 

Við viljum einnig þakka Herði, Kormáki og Val kærlega fyrir góða helgi, en þessar stúlkur voru félögum sínum til mikillar fyrirmyndar.

 

Úrslit 7.flokks

 

Kormákur-Valur 36-22

KFÍ-Valur 34-25

Kormákur-KFÍ 34-31

Valur-Hörður 24-25

Hörður-KFÍ 24-31

Kormákur-Hörður 47-24

Deila