Fréttir

8. flokkur stúlkna í fjölliðamóti um síðustu helgi

Körfubolti | 20.03.2010
8. flokkur stúlkna
8. flokkur stúlkna

Um helgin átti 8.flokkur kvenna mótaröð hér heima á Ísafirði. Spilað var gegn Snægfell og ÍR. Spiluð var tvöföld umferð og áttum við tvö leiki í röð báða daganna. Fyrri dagurinn var nokkuð góður hjá okkar stelpum þrátt fyrir að báðir leikirnir töpuðust. Stelpunar sýndu oft á tíðum ágætis tilþrif sem vert er að vinna betur með.

Eftir að hafa sofið vel heima mættu stelpurnar mun ákveðnaðir til leiks seinni daginn. Þá sýnu þær miklu ákveðnari leik og börðust megnið af tímanum af krafti. Það sem fór með okkur var reynsluleysi og slæm nýting í skotum, sem sagt önnur tvö töp staðreynd.

En það sem stelpurnar þurfa að taka með sér í farteskinu er reynslan. Þær hafa verið mjög duglegar að æfa síðan undirrituð tók við og höfum við tekið þá ákvörðun að halda því áfram. Þær hafa allt til þess að bera til að ná langt í sinni íþrótt. Framför er merkjanleg og eru þessar stelpur vel studdar af góðum hóp foreldra sem leggja sitt af mörkum og vel það.

 

Framtíðinn er björt í kvenna-körfubolta hér á Ísafirði sem vert er að halda vel utan um. 8.flokkur sýndi það um helgina.

 

Áfram KFÍ-stelpur

Stefanía Ásmundsdóttir

Deila