Fréttir

9. flokkur drengja í fjölliðamóti á Ásvöllum

Körfubolti | 25.11.2010
9. flokkur KFí
9. flokkur KFí
Leikur #1  Haukar - KFÍ  36-34

KFÍ byrjuðu betur, skoruðu þriggja stiga í fyrstu sókn en þá tóku heimamenn við sér og náu yfirhöndinn og höfðu yfir eftir fyrsta fjórðung 16-8.  2. fjórðungur var fjórðungur hinna góðu varna en hann fór 2-2, staðan í hálfleik 18-10.  Sami munur hélst fram í 4. leikhluta en þá tóku Ísfirðingar góðan kipp og minnkuðu muninn í 1 stig þegar skammt var eftir 33-34.  Haukar náðu hins vegar að kreista fram sigur og áttu við ein 3 skot í lokasókninni til að jafna en ofaní vildi boltinn ekki og lauk leik meið sigri Hauka 34-36.
Stigin:
Hákon Halldórsson 11, 12-5 í vítum
Haukur Hreinsson 10, 6-3 í vítum, 1 þriggja
Helgi Bergsteinsson 6, 4-2 í vítum
Óskar Stefánsson 5, 2-1 í vítum
Kolmar Halldórsson 2

leikur #2  KFÍ - Stjarnan 28-60

Langt ferðalag og 2 leikir voru greinilega farin að hafa áhrif á drengina sem spiluðu afskaplega illa gegn sprækum Stjörnustrákum.  Störnumenn spiluðu vel saman á meðan okkar strákar voru uppteknir við að hnoðast sjálfir með boltann.  Slíkt skilar aldrei árangri enda fór svo að við töpuðum stórt 28-60
Stigin:
Hákon Halldórsson 10, 5-2 í vítum
Haukur Hreinsson 9, 2-1 í vítum
Helgi Bergsteinsson 5, 1 þriggja
Andri Skjaldarson 2
Óskar Stefánsson 2

Leikur #3  KFÍ - Haukar
Tap fyrir Haukum með ca 10 stigum.  Leikskýrslan glataðist og fararstjórn ekki með lokatölur og stigaskor leikmanna á hreinu. 

Leikur #4  KFÍ-Stjarnan 38-50

12 stiga tap gegn Stjörnunni.  Mikil framför frá deginum áður er við töpuðum með töluvert stærri mun.  Þetta var besti leikur drengjanna í ferðinni.  Samleikur og samvinna mun betri  í sókn og varnarleikurinn einnig betri en í fyrri leikjum og greinilegt að strákarnir voru að taka framförum.  Nú er að byggja á þessu fram að næsta móti, æfa vel og ná í sigur.

Stigin
Haukur Hreinsson 12, 3-1 í vítum, 3 þriggja
Óskar Stefánsson 8, 2-0 í vítum
Hákon Halldórsson 8, 10-4 í vítum
Dagbjartur Jónsson 2
Andri Már Skjaldarson 2

Ekki alveg nógu gott mót hjá strákunum.  4 töp en greinilegar framfarir eftir því sem leið á mótið.  Strákarnir eru mjög duglegir, berjast vel inni á vellinum en vantar á stundum örlítið meiri skynsemi.  Liðið hefur alla burði til gera góða hluti síðar í vetur, nú er að æfa vel fram að næsta móti og þá mun árangur nást. 


Deila