Fréttir

Aðalfundur KFÍ

Körfubolti | 23.04.2012

Stjörn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar boðar til aðalfundar KFÍ.

Aðalfundur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verður haldinn í bryggjusal Edinborgarhússins 4. maí næstkomandi. kl. 18.00

1.  Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórn KFÍ leggur til eftirfarandi lagabreytingar:

Tillaga nr. 1


Breyting á 5. tl. 7. gr. 

Í stað 
Kosning fjögurra stjórnarmanna, tveir til eins árs og tveir til tveggja ára.
komi
Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.


Tillaga nr. 2

Breyting á fyrstu mgr. 9. greinar

Í stað
Aukafund félagsins má halda ef stjórn álítur þess þörf eða ef 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi félagsins óska eftir því, enda tilkynni þeir um leið það fundarefni er ræða á.
komi
Aukafund félagsins má halda ef stjórn álítur þess þörf eða ef 2/3 hlutar atkvæðisbærra félagsmanna óska eftir því, enda tilkynni þeir um leið það fundarefni er ræða á.

Tillaga nr. 3

Breyting á 4. mgr. 10. greinar

Í stað
Skulu tveir stjórnarmenn kosnir til eins árs en tveir til tveggja ára. 
komi
Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, þó þannig að aðeins skal kosið um tvo árlega.


Lög KFÍ 


Stjórn KFÍ

Deila