Fréttir

Adam Smári aftur til liðs við Vestra

Körfubolti | 09.01.2019
Adam Smári Ólafsson.
Adam Smári Ólafsson.
1 af 2

Framherjinn Adam Smári Ólafsson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik.  Eins og fram kom hér á vefnum í vor fluttist Adam suður í sumar og gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Hauka. Hann skipti svo yfir í Selfoss snemma hausts á venslasamningi.  Um áramótin flutti pilturinn svo aftur vestur á Ísafjörð og hefur þegar hafið æfingar með sínum gömlu félögum.

Adam er stór og stæðilegur framherji sem getur einnig leyst stöðu miðherja. Á síðasta keppnistímabili skilaði hann 5,3 stigum, 3,7 fráköstum og 1 stoðsendingu á tæpum 18 mínútum í leik. Besti leikur Adams var gegn Hamri í lok febrúar þegar hann skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar auk þess að vera með 100% nýtingu.

Við bjóðum Adam hjartanlega velkominn vestur á nýjan leik og hlökkum til samstarfsins með honum.

Deila