Fréttir

Æfingar fyrir 6-8 ára hefjast á morgun hjá KFÍ

Körfubolti | 05.02.2013
Leó byrjaði ungur
Leó byrjaði ungur

KFÍ hefur ákveðið að vera með æfingar fyrir 6-8 ára (1 og 2 bekk) og verða æfingarnar í íþróttahúsinu við Austurveg kl.16-16.45 og verða æfingarnar á miðvikudögum. Við viljum hvetja alla að mæta og hafa gaman. Er þetta undirbúningur fyrir mót vetrarins fyrir þennan aldurshóp, en þar er stærsta mótið Nettómótið í Reykjanesbæ þar sem 1200 krakkar af öllu landinu koma saman og leika sér í körfu og þar snýst allt um skemmtanagildið og allir eru sigurvegarar. Í fyrra voru 189 lið sem kepptu þar og vorum við þar á meðal.

 

Þjálfari verður Gaui Þorsteinsson og gefur hann allar nánari upplýsingar í síma 896-5111.

 

Áfram KFÍ

Deila