Fréttir

Æfingar yngri flokka hefjast í dag

Körfubolti | 09.09.2013

Æfingar yngri flokka KFÍ hefjast í dag, mánudaginn 9. september, samkvæmt æfingatöflu, sjá HÉR Körfufjörið um helgina var vel sótt og margir krakkar sem mættu með foreldrum sínum að kynna sér starfið í yngri flokkum félagsins og fá upplýsingar um dagskrá vetrarins. Leikmenn meistaraflokks karla tóku vel á móti hópnum og létu krakkana spreyta sig í ýmsum skemmtilegum leikjum og þrautum. Var heldur betur fjör í íþróttahúsinu meðan á þessu stóð en kynningunni lauk svo með pylsupartýi þar sem Steini og Eva grilluðu pylsur ofan í hópinn af þeirri snilld sem þeim er einum lagið. Svo er bara að mæta á æfingar og við hlökkum til að taka á móti nýjum iðkendum og bjóðum þá velkomna í félagið.

 

Yfirþjálfari yngri flokkana er Jason Anthony Smith sem hefur mikla reynsla af þjálfun barna og unglinga, en fjölskylda hans starfrækir körfuboltabúðir í heimaborg hans, Birmingham Alabama.

Deila