Fréttir

Aldrei fleiri á Körfuboltadeginum

Körfubolti | 08.09.2016
Þessir flottu körfuboltakappar Vestra eru tilbúnir í átök vetrarins.
Þessir flottu körfuboltakappar Vestra eru tilbúnir í átök vetrarins.

Nærri lætur að hátt í 200 manns hafi verið á Körfuboltadegi Vestra á Torfnesi í gær þegar mest var og hafa aldrei fleiri sótt þann viðburð. Þjálfarar og leikmenn meistaraflokks karla sáu um körfuboltaleiki fyrir iðkendur en barna- og unglingaráð Kkd. Vestra bauð síðan í pylsupartí. Það má því með sanni segja að körfuboltavertíðin 2016-2017 fari vel af stað.

Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og býður körfuboltadeildin alla áhugasama krakka velkomna á æfingar. Yngstu iðkendurnir æfa gjaldfrjálst allan veturinn en nýjum iðkendum í fimmta bekk og upp úr býðst að prófa æfingar gjaldfrjálst í tvo mánuði.

Deila