Fréttir

Alexandra gengin til liðs við KFÍ

Körfubolti | 21.01.2015
Alexandra í leik með Blikum á síðasta tímabili. Ljósmynd: Facebook síða Breiðabliks.
Alexandra í leik með Blikum á síðasta tímabili. Ljósmynd: Facebook síða Breiðabliks.

Miðherjinn Alexandra Sif Herleifsdóttir er gengin til liðs við KFÍ. Alexandra hefur leikið með kvennaliði KFÍ í haust í gegnum venslasamning við Breiðabliki en hefur nú fært sig alfarið yfir til KFÍ. Hún er uppalin í Breiðabliki og lék með liðinu síðasta tímabil þegar Blikastúlkur sigruðu 1. deildina og unnu sér keppnisrétt í úrvalsdeild. Á síðasta tímabili með Blikum var Alexandra með 7,1 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur átt við nokkuð erfið meiðsli í hnéi að stríða síðustu ár en hefur á yfirstandandi tímabili með KFÍ stöðugt verið að bæta leik sinn og aukið framlag sitt. Í síðasta leik gegn Fjölni reif hún t.d. niður 13 fráköst og skoraði 7 stig en að meðaltali hefur hún tekið 7 fráköst og skorað 5 stig með KFÍ.

 

Stjórn KFÍ býður Alexöndru velkomna til KFÍ og hlakkar til að sjá hana vaxa enn frekar sem leikmaður það sem eftir lifir tímabilsins.

Deila