Fréttir

Allir á öruggum stað á leið heim frá Nettómótinu

Körfubolti | 04.03.2013

Það er óhætt að segja að mikið ævintýri sé í lífi krakka okkar sem fóru á Nettómótið. Þegar mótinu lauk lögðum við af stað heim akandi þar sem ekki var flogið, en færðin var ekki góð á leiðinni og versnaði veður til muna þegar leið á kvöldið. Það vill til að við erum bæði á mjög vel útbúnum bílum og með frábæra fararstjóra með í ferð sem kunna sitt fag og var stoppað á Hólmavík þar sem nokkrir eru og í Reykjanesi einnig og eru allir í góðu yfirlæti enda Vestfirðingar þekktir fyrir gestrisni sína. 

 

Allir biðja um kveðjur heim og verður lagt af stað þegar allt er óhætt og færð lagast.

 

Áfram KFÍ

Deila