Fréttir

Allt á fullu á frábæru Nettómóti í Reykjanesbæ

Körfubolti | 02.03.2013
Heiðdís með fullt fangið að Vestfirsku gulli
Heiðdís með fullt fangið að Vestfirsku gulli

Það var fríður hópur af krökkum sem hélt suður í gær til að taka þátt í Nettómótinu sem haldið er ár hvert í Reykjanesbæ og er þetta mót það glæsilegasta á landinu og þó víðar væri leitað út í hinn fagra heim. Við sendum þrjá hópa af krökkum frá 5-11 ára og eru allir rosalega sælir og glaðir. Hinn frábæri fararstjóri Birna Lárusdóttir hafði samband við okkur hér heima til að láta vita að allt gengi að óskum og eru krakkarnir okkar frábærir fulltrúar Ísafjarðarbæjar og eru þegar búin að stmpla sig inn með leikgleði og flottum töktum.

 

Á þessu móti eru allir sigurvegarar og þannig á það að vera. Við vljum beina þeim tilmælum til allra iðkenda og stjórnenda KFÍ að taka þessa "púka" sér til fyrirmyndar og muna að hafa gaman að því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þá eru allir sigurvegarar.

 

Þjálfarar í þessari ferð eru Jón Hrafn Baldvinsson, Kristján Pétur Andrésson og Heiðdís Dal Magnúsdóttir og eru að standa sig vel. Og svo má ekki gleyma íþróttaálfi Vestfjarðar honum Árna Ívarssyni sem heldur utan um krakkana og gistir með þeim. Það er frábær mannskapur sem við höfum þarna!

 

Allir biðja um kveðjur heim í fjörðinn fagra.

 

Áfram KFÍ

Deila