Þá er þetta að bresta á hjá KFÍ. Í morgun komu B.J. Spencer og Chris M.W. heim og eru að leggja sig eftir strembið ferðalag. En þeir voru báðir með bros á vör og hlakka til vetrarins.
Í morgun var einnig gengið frá samningum við dreng að nafni Momcilo Latinovic. Hann útskrifaðist frá New Mexico Highland University núna í vor þar sem hann var með 14.5 stig og 3.5 fráköst í leik. Hann er 198 cm. á hæð og getur spilað flestar stöður á vellinum. Hann er mikil skytta og var með 44% þriggja stiga nýtingu s.l. vetur.
Momcilo er væntanlegur á næstu dögum og hér má sjá myndband af kappanum.
Kristján Pétur fór í aðgerð á hné fyrir helgina og er kominn í sjúkraþjálfun og kemur vonandi til baka fljótt, en hann er í öruggum höndum hjá frábærum sjúkraþjálfurum hér fyrir Vestan.
Þá er allt að verða klárt hjá mfl. karla og tilhlökkun að fara að byrja tímabilið.
Deila