Fréttir

Allt annar bragur á leik KFÍ

Körfubolti | 18.11.2012
Mirko sýndi sitt rétta andlit í kvöld
Mirko sýndi sitt rétta andlit í kvöld

Það er greinilegt að breytingar sem gerðar voru hjá KFÍ eru jákvæðar. Bros sást hjá leikmönnum, þjálfara og stuðningsfólki okkar og heilt yfir var leikur okkar drengja miklu mun betri en sést hefur í vetur. Snæfell sýndi þó af hverju þeir eru toppliðið og kláruðu leikinn á hárrettum tíma, lokatölur 74-87.

 

Dameir Pitts er klárlega leikmaðurinn sem okkur hefur vantað. Hann er ekta leikstjórnandi og sýndi flotta takta í kvöld. Hann er þó enn á lókal tíma heima fyrir og á eftir að jafna svefn og venjur að okkar venjum. Hann skilaði þó fínum leik og var óheppinn að fá ekki meira frá dómurum í kvöld en ansi oft var stuggað við honum og slegið. En eigi síður skilaði hann 23 stigum tók 5 fráköst og var með 4 stoðsendingar.

 

Maður leiks KFÍ í kvöld var þó "gamli" maðurinn Mirko Stefán sem setti 17 stig tók 11 fráköst var með 2 stoðsendingar og stal 4 boltum. Kristján Pétur var flottur með 14 stig og 7 fráköst. Ty var með 9 stig og 10 fráköst, Jón Hrafn var með 6 stig og 6 fráköst. Hlynur Hreins setti 5 stig tók 3 fráköst var með 6 stoðsendingar og var með 2 stolna. Það flotta í kvöld var að við tókum 46 fráköst gegn 38 Snæfells og það hefur verið dragbítur á leik okkar.

 

Snæfell er með þéttan hóp af eðalmannskap og þar er varla hægt að tak einn út, en þó verður að velja Svein Arnar sem þeirra bestan, þó meðal jafningja og steig upp þegar mest þurfti. Tölfræðin er hér fyrir neðan. Það er þó víst að Snæfell r liðið til að sigra þessar vikurnar og verða erfiðir í vetur.

 

Eins og ég gat um áður er liðið að koma saman eiginlega upp á nýtt  sem liðog er þetta eru flott fyrirheit um framhaldið í vetur. Þegar Pitts og Hlynur finna taktinn með Ty og co verður gaman að sjá liðið. Það er ekki hægt að ætlast til of mikils á fyrsta sprettinum og þolinmæði er dyggð.

 

Nú er bara að byggja á þessu

 

Áfram KFÍ

 

Tölfræðin

 

 

Deila