Fréttir

Allt gekk upp hjá KFÍ á AFÉS

Körfubolti | 31.03.2013
,,komið ykkur að verki og hættið að taka myndir
,,komið ykkur að verki og hættið að taka myndir" :)

Það er gaman að segja frá því að KFÍ fjölskyldan kom heldur betur saman og massaði vinnuna á AFÉS og erum við í skýjunum yfir hvernig til tókst. Sævar formaður og þær valkyrjur Birna Lárusdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir stjórnuðu þessu dæmi eins og léttri sinfoníu og mættu allir í verk sín og gott betur.

 

Það er mikill reynslubanki sem myndast við svona vinnu og erum við rík að eiga eins marga sjálfboðaliða sem mættu og létu til sín taka.

 

Við þetta fólk viljum við segja;

 

,,kærar þakkir fyrir ómetanlegt vinnuframlag"

 

Áfram KFÍ

Deila