Fréttir

Andre Cornelius kominn til Vestra

Körfubolti | 27.10.2017
Andre og Yngvi Páll þjálfari eftir fyrstu æfingu kappans í gærkvöldi.
Andre og Yngvi Páll þjálfari eftir fyrstu æfingu kappans í gærkvöldi.

Bandaríski bakvörðurinn Andre Cornelius er genginn til liðs við Vestra. Andre er fjölhæfur leikstjórnandi sem býr yfir miklum hraða og snerpu. Hann lék með George Mason háskólanum í Bandaríkjunum en hefur einnig leikið eitt tímabil í Frakklandi sem atvinnumaður.

Andre lenti á Íslandi í gærmorgun og kom beint vestur. Hann náði því að taka þátt í æfingu kvöldsins og er tilbúinn í slaginn í kvöld þegar Vestri mætir Fjölni á Jakanum kl. 19:15.

Það verður spennandi að sjá þennan spræka leikstjórnanda til sín taka í Vestra búningnum. Við bjóðum Andre hjartanlega velkominn á Ísafjörð.

Áfram Vestri!

Deila