Fréttir

Andre Hughes til liðs við Vestra

Körfubolti | 03.09.2018
Andre Hughes í leik með Eastern New Mexico Greyhounds.
Andre Hughes í leik með Eastern New Mexico Greyhounds.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Andre Hughes um að leika með liðinu á komandi tímabili. Andre er 204 sm hár, 104 kg fjölhæfur leikmaður sem getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. Honum er þó fyrst og fremst ætlað að fylla það skarð sem þeir Nökkvi Harðarson og Adam Smári Ólafsson skilja eftir sig í stöðu framherja.

Andre lék síðast með Eastern New Mexico háskólanum þaðan sem hann útskrifaðist fyrr á þessu ári. Stjórn og þjálfari körfuknattleiksdeildar Vestra  binda miklar vonir við Andre og á hann eflaust eftir að reynast Vestra vel í þeirri hörðu baráttu sem framundan er í 1. deild karla.

Deila