Fréttir

Arfaslakir í kvöld.

Körfubolti | 15.11.2009
Þórir var besti maðurinn í kvöld.
Þórir var besti maðurinn í kvöld.
Það var engu líkara eftir kraftmikla byrjun hjá okkur í kvöld, en að við hefðum haldið að Borgnesingar myndu bara gefast upp. En það var mikill miskilningur því þar á bæ eru menn sem kunna að spila körfubolta. Án mikilla orðalenginga þá voru þeir Silver Laku, Konrad Tota og Haffi Gunn bara einu númeri of stórir í kvöld og lokatölur 66-76. Þeir hittu á toppleik allir þrír á meðan allir nema Þórir Guðmundsson voru algjörlega úr tengingu við leikinn. Sem betur fer eru ekki margir leikir svona á Jakanum og verðum við fljótir að ná vopnum okkar á ný. Á morgun er nýr dagur og þessi leikur að baki. Nú hefst undirbúningur fyrir tvo leiki hér á heima á næstu helgi þegar við tökum á móti Hetti frá Egilstöðum, en þeir leika hér tvo leiki við okkur og er sá fyrri á föstudagskvöld kl.19.15 og sá síðari kl.13.00 á laugardag.
Nú er um að gera að fjölmenna og hvetja okkar menn til dáða. Og ekki gleyma því að við erum bara búnir að tapa einum leik og enginn heimsendir í nánd.

Þess má geta að Craig vankaðist þegar hann og Matt stóri skullu saman við baráttu um frákast. Við það braut Craig tönn og Matt þurfti að láta sauma á sér höfuðið. Það gékk því mikið á. Deila