Fréttir

Arnarlax bætist í hóp bakhjarla körfunnar

Körfubolti | 14.09.2017
Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd. Vestra og Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofustjóri Arnarlax handsala samninginn við undirritun með þeim á myndinni eru Birna Lárusdóttir formaður Barna- og unglingaráðs og Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax.
Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd. Vestra og Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofustjóri Arnarlax handsala samninginn við undirritun með þeim á myndinni eru Birna Lárusdóttir formaður Barna- og unglingaráðs og Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax.

Það var glatt á hjalla á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í dag þegar fulltrúar Arnarlax og Körfuknattleiksdeildar Vestra undirrituðu samstarfssamning. Þar með bætist Arnarlax í hóp bakhjarla körfuboltans á Vestfjörðum og mun merki fyrirtækisins prýða framhlið allra búninga KKd. Vestra á komandi keppnistímabili.

Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra og Iða Marsibil Jónsdóttir undirrutuðu samninginn en hún er einmitt móðir Adams Smára Ólafssonar leikmanns meistaraflokks. Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs var einnig viðstödd undrritunina ásamt Víking Gunnarssyni framkvæmdastjórna Arnarlax.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár sem sést best á fjölgun iðkenda í öllum aldurshópum og metnaðarfullu starfi innan vallar sem utan. Þá má geta þess að Vestri hefur á síðustu árum lagt áherslu á að hlúa að körfuboltanum sem víðast á Vestfjörðum t.d. með góðu samstarfi við Geislann á Hólmavík og nú síðast Körfuboltadegi á Patreksfirði í tengslum við æfingaferð meistaraflokks karla.

Þegar blásið er til sóknar er afar mikilvægt að fá fleiri öfluga aðila að starfinu. Samningurinn við Arnarlx er mikilvægur liður í því að deildin geti haldið uppbyggingarstarfi sínu áfram og eflt körfuboltann á Vestfjörðum enn frekar.

Deila